Færeyjar.is
 

 
Blaðrað um Færeyjar og fleira, þó ekki einungis á Færeysku
 
 
 

Íslendingur.is

 
 
11.6.03
 
Fólk þarf ekki að taka mark á þessu...
Því að ég bjóst ekki sjálfur við því þegar ég lærði að lesa að ég myndi einhverntíman skrifa eitthvað um íþróttir. Hvað um það, ég vona að landsliðinu takist betur að stilla saman strengi sína inni á knattspyrnuvellinum í dag en síðasta laugardag. Svo Frón megi státa sig af landsliði sem stendur af sér ágjöf í ólgandi brotsjó. Hins vegar hef ég ekki hugmynd um hvernig þessi landsleikur endar í dag, mat spekúlanta í íþróttafræðum eru ekki úrslit.
Áfram Ísland!

6.6.03
 
Viti menn viðræðum er lokið með samkomulagi
9% launa hækkun er í höfn, Tórshavn. Vonandi ná Færeyingar samkomulagi sín á milli fyrr, næst þegar þeir samja um kaup og kjör.

5.6.03
 
Áframhaldandi viðræður

Samingamenn vinnuveitenda og launþega hafa setið á Hotel Hafnia saman síðan kl. 10 í morgun. 1 Færeyskkróna skilur samningsaðilana að - 50 aurar á ári.
Vinnuveitendur bjóða 4 færeyskarkrónur í launa hækkun á tíman til eins árs, og eru eftirlaun reiknuð með. Launþegar krevjast 4,50 kr. á móti og eru eftir laun þar talin með.
Samingamenninir vonast eftir að ná samkomulagi samkvæmt fréttum Útvarps Færeyja


 
Verkfallið
Ég ætla ekki að segja að hægri höndin viti vart hvað sú vinstri gerir. Nú er umræðan komin á það stig að launahækkanir upp á 4 færeyskarkrónur á tímann eru fyrirsjánlegar sem þýðir um 3200 króna aukningu ráðstöfunartekna á mánuði umreiknað í íslenskar krónur, þrefið stendur um að því að fréttir herma um framlög í lífeyrissjóði, ber þar hálft prósent í millum. Teldi ég líklegt að Anfinn og félagar hansara gætu miðlað málum til friðsamlegrar lausnar með einhverri skattalækkun, ef vinnuveitendur vilja ekki gefa sig. Þá sjáum við hvar hnífurinn stendur í kúnni, það eru öfl í stjórnar andstöðu sem standa þétt við bakið á verkalýðsfélögunum og svo þjóðveldismenn sem eru innanborðs í landsstjórninni, sem vilja ekki heyra minnst á skatta lækkanir, samt er um helmingurinn nú tekinn af fólki í skatt. Annars var Anfinn ekki bugaður um síðustu helgi og sá fram á ferð til Belgíu um miðjan mánuðinn, en það er eitthvað sem kemur betur í ljós seinna. En eins og áður hefur komið fram og má sjá hér neðar eða aftar er stefnan sett á Færeyjar.

 

 
   
  -->This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Heim  |  Gamalt