20.1.03
Færeyingar fá góða einkunn
Að vísu er rétt að ítreka það að ekki var tekið tilit til ástands fiskistofnanna en Færeyingar ganga, að mati sérfræðinga, vel um auðlindirnar í hafinu á Færeyjagbanka sem og á öðrum veiðislóðum innan Færeysku fiskveiði lögsögunnar. Það er eftir tektar vert hve slök staðan er hjá ríkjum innan Evrópusambandsins, það voru útgefnar vísindaskýrslur sem hjálpuðu aðildaríkjum Evrópusambandsins að klóra í bakkann. Umgengnin og nýtingin virðist vera sjálfbær hjá Færeyingum, þó Hjalti í Jákupsstovu sé áhyggju fullur vegna mikillar sóknar Færeyinga.
Annars er mikið að gerast Samherji búinn að kaupa sig inn í Fjord Seafood. Nú mun Samherja eiga jafn mikið í Fjord og Lífeyrissjóður sjómanna á í Samherja. Í dag eru 7 fyrirtæki sem eiga stærri hlut í Fjord en Samherji er að kaupa. Þeirra stæst eru
Seabord Corporation með 20,68%, Domstein ASA með 12,49% og dótturfyrirtæki Domstein, Enghav Holding AS með 8,18% þar á eftir koma SND Invest AS sem á 8,08%.
Odin Norge á 4,01% en Odin Norden er með 3,35% hlut. svo má ekki gleyma Continental Enterprice með 3,69%.
Annars fer Anfinn enn með sjávarútvegsmál í Færeysku landsstjórninni.
14.1.03
STJÓRNARKREPPA VOFIR YFIR
Landstjórn Færeyja hangir á bláþræði eftir að þingmenn Þjóðveldisflokksins tilkynntu að þeir myndu greiða atkvæði með vantrausti á Jörgen Niclasen sjávarútvegsráðherra, sem Sambandsflokkurinn og Jafnaðarflokkurinn bera upp á Lögþinginu eftir hádegi.
Niclasen er sakaður um að hafa túlkað lagagreinar frjálslega þegar hann veitti fé úr opinberum sjóðum til að kaupa 3 rækjutogara. Niclasen er flokksbróðir Anfinns Kallbergs lögmanns, en lögmaðurinn hefur haldið hlífiskildi yfir sjávarútvegsráðherranum og sagt álitamál hvort hann hafi brotið lög. Kallsberg segir ýmsa leiki í stöðunni snúi Þjóðveldisliðar baki við landsstjórninni, ekki sé sjálfgefið að hann segi af sér.
Þetta var tekið af vef Ríkisútvarpsins, en svo má sjá meira úti í Færeyjum sjálfum. Það er leiðinlegt að svona skuli gerast í Færeyjum. Jörgen er annars búinn að starfa í þessu ráðuneyti frá því að John Petersen sagði af sér 1998.
11.1.03
Alcoa - Fjarðaál orðið að veruleika
Ákveðið að ráðast í byggingu álvers sem getur framleitt um 322.000 tonn á ári og það mun verða staðsett við Reyðarfjörð.
Þó ber eitthvað á mótbárum. En Alcoa hlýtur að eiga síðu dagsins. Manni skilst að auðvalsdýrkun hafi náð hámarki á Reyðarfirði þegar menn dýrki [og e.t.v. játa hollustu sína] fána Alcoa.
9.1.03
Ögmundur Jónasson + Mörður Árnason = Össur Skarphéðinsson
Þáttastjórnandinn Hallgrímur Thorsteinsson virðist hafa gert betur en Egill Helgason gerði fyrir skemmstu. Eins og sumir muna kannski þá var það síðasta sem Egill gerði í þætti sínum fyrir söng sinn um Lillu Jóns, var það rangnefni sem hann gaf Össuri í afkynningu síðustu viðmælenda sinna á árinu 2002 og sagði að þar sæti Ögmundur Jónasson. En nú sá ég, og það var meira en óskhyggja, að Hallgrímur Thorsteinsson rangnefndi Mörð Árnason, sagði í raun þar vera kominn Össur Skarphéðinsson. Það er tæpast hægt að segja að þessir vinstir menn séu eftir minnilegir þegar viðmælendur þeirra vita ekki við hvern þeir eru að tala en hafa þó talað við þá oft og lengi.
Menn vildu að Halldór Blöndal bæðist afsökunar þegar hann snéri nafni Ástu Ragnheiðar í Ragnheiði Ástu með smá "rangfeðrun". Hvað vilja menn að Hallgrímur og Egill geri?
8.1.03
Skoðanakannanir
Nú líst mér illa á framgöngu háttvirtra blaðamanna á fjölmiðlum landsins. Ég set spurningu við meðferð þeirra á hinu svokallaða fjórða valdi. Undanfarna daga hafa fjölmiðlarnir keppst við að birta skoðanakannanir sem eru nokkuð misvísandi, þó það sé að vísu ekki alltaf verið að spyrja sama fólkið sömu spurninganna. Náttúrulega slá fjölmiðlarnir því helst upp í fyrirsagnir sem er mest frábrugðið síðustu könnun, til að auka forvitni þeirra sem heyra eða sjá fyrirsagnirnar. Það sem mér þykir hinsvegar athugaverðast er að nú í byrjun janúar er búið að birta könnun
- Fréttablaðsins um traust sem kjósendur bera til stjórnmálamanna.
- Gallup um fylgi flokkanna á landsvísu í desember.
- DV um fylgi flokkanna í Reykjavík vegna Alþingiskosninga.
- Fréttablaðsins um fylgi flokkanna á landsvísu laugadaginn 4. janúar.
- DV um fylgi stjórnmálaaflanna í Reykjavíkurborg á sveitarstjórnarstigi.
Þó fólk skipti um skoðun endrum og sinnum og það þekkist að sumir skipti oftar um skoðanir en sokka þá þykir mér full langt seilst í því að búa til fréttir með þessari bylgju kannana sem nú flæðir inn á heimili landamanna. Mér þykir það nokkuð ljóst að haldi fjölmiðlarnir áfram uppteknum hætti og birti niðurstöður kannana á hverjum degi fram til vors þá verði fólk orðið langþreytt þegar það á loks að kjósa þann 10. maí. Sem gæti haft þau áhrif að minni áhugi skilaði sér í lítilli kjörsókn. Og lítil kjörsókn er nokkuð sem við viljum síður kynnast af eigin raun.
3.1.03
Já Bubbi hefur verið krossfestur
Gleðilegt nýtt ár!!!
Ég vona að menn séu sáttir við nýja árið. Þó það gamla hafi verið gott.
Eftir Hreindýrið, Davíð og Skaupið var farið á stjá fyrst í nágrannabyggðirnar nr. 5 & nr. 8 og svo til Halls & Öllu þangað kom Billi og tók forsíðu myndir fyrir árið 2003. svo var farið til Þorsteins, Árþóru og Hugins. Í Lerkilundinum var margmenni og þar átti eftir að fjölga. Villi, Ása, Atli og Valdi og Anna komu þangað. Þar var margt skrafað. Því næst lá leiðin í miðmæinn þar sem Stafnbúar voru lífsglaðir mjög. Að því búnu var farið í leit að eftir gleðskap sem fannst inni í fjöru og loks var lent áður en dagur rann á ný. Á nýársdag var það Sjávarréttaveisla sem sló í gegn hjá Óttari.
Svo er hið daglega amstur hafið á nýjan leik.
|