Færeyjar.is
 

 
Blaðrað um Færeyjar og fleira, þó ekki einungis á Færeysku
 
 
 

Íslendingur.is

 
 
28.11.03
 
Ég fór, var og naut mín og lífsins þar til hins ýtrasta.

Það var gaman og gott og einkar áhugavert. Landsfundurinn lukkaðist vel. Páll í Götu var góður og tók af öll tvímæli um frelsi til viðskipta. Turid í Fólkaflokksinsungdómi fluti áhugaverða ræðu um Þau mál sem ungufólki í flokknum standa næst hjarta og gerði sig einnig gildandi í hópi hinna reindari. Jógvan Sundstein kom á óvart. Óli gerði að gamni sínu og ávarpaði Íslending um fiskveiðistjórnun á dönsku eftir að hafa hlustað á norskt erindi fjarstaðsetts manns um sama mál. Jörgen var hress og hermdi vel eftir Óla og ekki sveik Anfinn þó sumir vilji svíkja hann, svei þeim. Góður andi ríkti á fundinum og kom í ljós að fleiri vildu teljast "rétthugsandi" en í raun voru og hófu svo undir búning tilboða sem voru e.t.v. innistæðulaus. Gásadalsgentan er farin til Kúbu og sú yngri, sem varð vitni að tilboðsgerðinni, fetar nú í fótsporin á Café Natur þó skórnir séu, við það að verða úr sér gengnir, á Íslandi. Jógvan Adolf plumaði sig vel í Dal og virtist sáttur. "Sandur er vaksin í húsatali men ikki í Mannfólkatali".
Gæðavottunin sem mér hlotnaðist á fundinum var ekki slæm liggur við frábær, en ég er einn til frásagnar hérna megin hylsins sem klýfur Íslensku-Færeysku fjölskylduna í tvennt.

Annars er nú aftur genginn hinn árlegi áhugi á Færeyskum nagladekkjum: Nagladekk-Píkadekk Enda þörf á að gæta fyllsta öryggis í færeyskri umferð þar sem sambands-, jafnaðar- og þjóðveldismenn fá líka að aka.

Orð í tíma töluð.

21.11.03
 
Það var gaman í gær á góðum fundi. Vefsíða Hafró var kynnt og Einar Júl var með góðar ábendingar um það efni, er varða lengdardreifingu í afla og aðrar eldri fréttatilkynningar. Kristján Vilhelms var með góða uppástungu og svo fóru menn að ræða erfðaefni Karfa, sem er nauðsynlegt, sérstaklega í ljósi nýrra upplýsinga úr landi hinnar rísandi sólar:

Af vef Morgunblaðsins:
"Ný hvalategund uppgötvuð

JAPANSKIR vísindamenn segjast hafa uppgötvað áður ógreinda hvalategund. Þykir þetta miklum tíðindum sæta, enda mjög fátítt orðið að nýjar tegundir spendýra finnist á jörðinni.
Hinn 12 metra langi skíðishvalur hefur fengið latneska nafnið Balaenoptera omurai, til heiðurs Hideo Omura, sem var í fremstu röð Japana sem stunduðu rannsóknir á hvölum á sjöunda og áttunda áratugnum.

Í nýjasta hefti vísindatímaritsins Nature segja Shiro Wada og samstarfsmenn hans við Fiskveiðirannsóknastofnunina í Yokohama söguna á bak við uppgötvunina. Í lok áttunda áratugarins hafi japönsk hafrannsóknaskip sem voru að störfum suður í höfum, á mörkum Kyrrahafs og Indlandshafs, náð átta sýnishornum af skíðishval sem erfitt reyndist að tegundargreina. Árið 1998 rak svipaðan hval á fjöru á japönsku eynni Tsunoshima. Með tilkomu DNA-rannsókna gátu vísindamennirnir borið sýni úr hinum torkennilega hval saman við sýni úr þekktum tegundum og komust þá að því að arfgerð hans er alveg sér á báti."


Eins var fjallað um Hafbotnsrannsóknir, það var hlutverk Guðrúnar Helgadóttur að fræða fundargesti um fjölgeisladýprarmælinn, sem er ákaflega áhugaverður. Það er alveg víst að við gætum átt eftir að þakka forsjálum mönnum fyrir kaup á slíkum grip árið 2009 og síðar.

En svo að ég víki að öðru máli sem áður hefur verið reifað hér:

Fyrst voru það Eyverjar:
Færeyingar hafa aldrei verið danir

Færeyingar voru ekki Danir árið 1852 þegar Lögþingið var endurreist, Færeyingar urðu ekki Danir árið 1946 þegar þjóðaratkvæðagreiðslan var virt að vettugi, Færeyingar eru ekki Danir í dag árið 2003 og Færeyingar verða aldrei Danir.

Færeyingar eru sérstök þjóð – ekki Danir sem búa í Færeyjum og tala færeysku.

Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, vilja að íslensk yfirvöld sýni
Færeyingum samstöðu, nú sem fyrr. Ennfremur hvetja Eyverjar Færeyinga áfram á vegi frelsis og farsældar. Eyverjar styðja Fólkaflokkinn til forystu í frelsisbaráttu Færeyinga.

Svo var það Vörður:
Í Færeyjum skulu Færeyingar ráða!!!

Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, tekur undir með aðalfundi Eyverja, félagi ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, og ítrekar að þó Færeyingar hafi líkt og Íslendingar verið þegnar dansks konungs eru Færeyingar ekki Danir, ekki frekar en Íslendingar. Vörður minnir á að Íslendingar hafa verið í fylkingarbrjósti þjóða sem viðurkenna sjálfákvörðunar rétt annarra þjóða, þegar þjóðir hafa t.a.m. brotist undan ægivaldi fjölþjóðlegra ríkjasambanda. Vörður skorar því á íslensk yfirvöld að hafa sama háttinn á þegar Færeyingar fara fram á slíka viðurkenningu. Frelsisbarátta Færeyinga er hvorki sósíalísk sameign stjórnarandstöðunnar á Alþingi né vopn hennar í tilraunum til að klekkja á ríkisstjórn Íslands.

Og loks kom Gjafi:
Stjórn Gjafa, félags ungra sjálfstæðismanna í Grundarfirði, samsinnir félögum ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum og á Akureyri, Eyverjum og Verði í Færeyjamálinu. Gjafi heitir Færeyingum stuðningi við að þrýsta á íslensk stjórnvöld um viðurkenningu á sjálfsögðum sjálfsákvörðunarrétti þeirra þegar þeir fara fram á slíkt. Með stórstígri fyrningu á ítökum Dana í Færeysku þjóðlífi aukast líkur á frelsi og farsæld Færeyinga til framtíðar.

Hver verður næstur???





19.11.03
 
hátíðarhöldin fóru vel fram.
En svo hefur skollið á með hálku. Ég vona að enginn verði eins og belja á svelli.
Nú hefst fjörið.

Stuðningur við Sverri er einlægur hjá sama manni og sagði þegar hann las Morgunblaðsfyrirsögnina um eign Baugs í breskum fyrirtækjum "Ég hélt að þetta væru heiðarlegir menn" og sá hinn sami er á því að lyfin verði verri á bragðið og pillurnar stærri eftir því sem líður lengra á daginn og lengr tími líður á milli þess sem maður tekur C-vítamínið.

16.11.03
 
Dagur Íslenskrar tungu!
Til hamingju með daginn allir íslenskumælandi, lesandi og skrifandi.

Sigraði heiminn í tilefni dagsins og kom mér svo heim eftir að hafa safnað mér saman af gólfi skissunnar í morgunsárið.

Verður Sverrir Hermannsson næsti forseti Íslands???

13.11.03
 
Ýmislegt að gerast umræðan sem hófst um sumarið 1999 er að taka á sig mynd. Snillingurinn missti út úr sér að það væri hlaðið mikið upp í einn af viðmælendunum í Kastljósi fyrr í vikunni, svo var líka eitthvað þráttað um það hvort þjóðskjölin væru fölsuð.

En að máli málanna - vér gleðjumst:::::::::::


Af veitunni Vestmannaeyja
Mánudagurinn 10. nóvember 2003
Færeyingar segja sjálfstæðismál þeirra orðið stórmál á Íslandi
Færeyska útvarpið flutti af því fréttir í morgun að sjálfstæðisbarátta eyjanna væri nú orðin að pólitísku stórmáli á Íslandi. Vísaði útvarpið til ályktunar Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, þar sem lýst er yfir stuðningi við færeyska frelsisbaráttu. Hið sama hafi svo Vörður á Akureyri gert með ályktun þess efnis að Íslendingar eigi að vera áfram í fylkingarbrjósti þjóða sem viðurkenni sjálfsákvörðunarrétt annarra þjóða.
[...]RÚV greindi frá


Og frá svipuðum aðilum
Íslendingum umhugað um sjálfstjórnarmálið
- "Eyverjar taka forystu" segir í útvarpsþætti í Færeyjum
Í morgun var flutt frétt í útvarpi í Færeyjum þar sem meðal annars var komið inna ályktun Eyverja um frelsisbaráttu Færeyja en Eyverjar samþykkti einmitt tillögu um sjálfstæðisbaráttu Færeyinga á aðalfundi félagsins um síðustu helgi. Fréttina má lesa hér:
"Sjálfstjórnarmál Færeyinga er við það að verða stórpólitískt mál á Íslandi. Nú hafa ungir sjálfstæðismenn, flokksfélagar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, hafið útgáfur á stuðnings yfirlýsingum við færeyska frelsisbaráttu og færeyska sjálfsstjórn. [...].

Það voru Eyverjar sem tóku forystu í Færeyjamálinu og lýstu yfir stuðningi við færeyska frelsisbaráttu á aðalfundi sínum og nú taka Varðarmenn undir með yfirlýsingu Eyverja. Þeir á Akureyri segja meðal annars að frelsisbarátta Færeyinga sé hvorki sósíalísk sameign stjórnarandstöðunnar á Alþingi né vopn hennar í tilraunum til að klekkja á ríkisstjórn Íslands. Einnig minnir félagið á að Íslendingar hafa verið í fylkingarbrjósti þjóða sem viðurkenna sjálfákvörðunar rétt annarra þjóða, þegar þjóðir hafa t.a.m. brotist undan ægivaldi fjölþjóðlegra ríkjasambanda. Ungu sjálfstæðismennirnir heita á ríkisstjórn Íslands að standa einnig fremst, fari Færeyingar fram á slíka viðurkenningu."



Úr útvarpi allra eyjaskeggja:
Íslendingar vísa sjálvstýrismálinum ans
Íslandi er føroyska sjálvstýrismálið við at gerast eitt politiskt mál.

Nú eru tey ungu í Sjálvstæðisflokkinum, flokkinum hjá Davið Oddssoni, forsætisráðharra, farin at kunngera stuðulslýsingar til frama fyri føroyska sjálvstýrismálið. Fyrst vóru tað ungu sjálvstæðisfólkini í Vestmannaoyggjunum, sum lýstu stuðul til føroyska sjálvsstýrismálið. Og nú taka tey á Akureyri undir við yvirlýsingini úr Oyggjunum. Felagið á Akureyri, sigur millum annað, at frælsisstríð føroyinga er ikki nøkur sosialistisk ogn hjá íslendsku stjórnarandstøðuni ella vápn í hondum hennara móti íslendsku stjórnini. Annars minnir felagið á, at íslendingar hava staðið fremst, tá ræður um at viðurkenna sjálvsavgerðarrættin hjá øðrum tjóðum, sum royna at sleppa sær undan hóttandi valdinum hjá fleirtjóða ríkjum. Ungu sjálvsstæðisfólkini heita á íslendsku stjórnina um at eisini at standa fremst, nú føroyingar vilja hava sjálvsavgerðarrætt.

Það verður að játast að sá sem skrifaði og flutti upphaflega frétt var e.t.v. eylítið venstramegin við þann sem hér ritar.

 

 
   
  -->This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Heim  |  Gamalt