24.10.03
Íslendingar - svei, ó vei!
Það er greinilegt að Íslendingar hafa ekki gott tóneyra. Eivöru Pálsdóttur var ekki sýndur sá sómi sem okkur bar að sýna henni í vor þegar við heyktumst á því að velja hana sem rödd Íslands til að kyrja ljóð í Evrópsku söngvakeppninni. Því nú hefur ágæti lagsins verið staðfest.
Annars var það um daginn eða kannski fer betur á því að segja þarna um kvöldið þegar gæludýravefur Ríkisútvarpsins var opnaður "í beinni" í Kastljósinu, þá sagði snillingurinn um Svanhildi þegar varalitur hennar barst í tal heima í stofunni "hún gæti étið köttinn".
21.10.03
Það er gaman að lesa ferðasögur fólks sem fer/fór um slóðir hvar maður sjálfur hefur drepið niður fæti. Uppbygging spennu er oft dásömuð í dramatískum bókmenntaverkum. Svo er vikið að megin máli sögunnar, þar sem staðreyndir málsins eru tíundaðar, þá vantar bar samantekt um áhrif á framtíðina sem örlar nokkuð á í lok upptalningar á staðreyndum málsins.
Hvenær fáum við "Hamingjusaman endi" á söguna?
16.10.03
Íslandssagan
Íslandssagan er saga okkar allra, sameiginlegur arfur Íslendinga allra, nú hefur nýju ljósi verið varpað á Íslandssöguna.
Annars var pistill Þorbjargar nokkurrar í bítið í gær góður.
13.10.03
Ég skil ekki hvernig sumir geta kvartað yfir því sem aðrir myndu telja tilhlökkunar efni.
Annars varð laugardagurinn ekki eins og við ætluðum, það er alveg ljóst, sama hvað hver segir. Áfram Ísland.
Fæðingahríðin virðist halda áfram sem styður óneitanlega þá kenningu að lífið gangi sinn gang, af þeim sökum er hér set fram hamingjuósk til væntanlegra lukkulegra foreldra. Sjálfur er ég í "fæðingarorlofi" og við það að komast í annað slíkt innan tíðar, því Hlynur á Hafró er orðinn pabbi og ég leysi hann af og Erlendur Steinar er alveg að verða pabbi og hann á ég líka að leysa af.
3.10.03
Skref fyrir skref fetar þjóðin sig áfram, eitt skref í einu enda kemur annað ekki til greina. Mínir menn apa ekki eftir maó með stórum stökkum.
Í gær fjallaði Vef-þjóðviljinn líkt og fréttirpúnkturkom um það sama og Jón í Grófinni í fyrradag.
Annars var líka stjórnarfundur hjá nýkjörinni stjórn í gærkvöldi, ég komst ekki vegna vinnu. Átakafundur var mér sagt en ég gat þó vel sofið í nótt þrátt fyrir að atburðir frá árinu 2001 hafi endurtekið sig. Röðun varamanna í Norðausturkjördæmi var hitamálið og naut óskiptrar athygli viðstaddra allan tíman. Ég vil óska Davíð til hamingju með sigurinn. Ég óska Heimdellingum til hamingju með nýja stjórn og vona að það grói um heilt svo Sjálfstæðisstefnan nái fram að ganga á 21. öldinni.
1.10.03
Það er erfitt að vera ungur sjálfstæðismaður í dag og horfa upp á æsinginn úr fjarlægð en ég ætla ekki að skipta mér af þessu írafári. En mikið gengur á það er víst.
Jón gamli í Grófinni er góður að vanda, enda um hneisu að ræða og hann kann sig karlinn, líkt og fyrr.
Byggðirnar skipta einhverju máli en vissu lega minna máli en fólkið því fólkið er aðalmálið og skiptir mestu máli en á fólks eru engar byggðir heldur eyðibyggðir og þær geta skipt máli, t.a.m. við nýsköpun í ferðaþjónustu. Fólk getur hæglega þrifist, þó ekki sé það alltaf við bestu kjör, á þéttra byggða.
Öl er böl
Enn og aftur er full ástæða til að taka það fram að öl er böl í Færeyjum sem annarsstaðar, sama hvað það kostar. Það vita þeir sem vita vilja en þeir sem vilja ekki vitað það, þá grunar það að þessi staðhæfing reynist sönn og rétt, reyndar óttast sumir þeirra það.
Svo eru sumir tölfræðilegri en aðrir. Annars verðu kátt í höllinni í dag sama þótt að menn verði að bíða lengi eftir frekari fréttum af olíuleitinni.
|