Í dag er
Evrópskur tungumáladagur
Og af því tilefni hef ég hugsað að blaðra um annað en þá staðreynd að snjó festir á grund nú fyrr en síðustu sextíu og þrjú ár. Það þarf nokkra kunnáttu í tungumálum evrópskum til að skilja
þessa frétt um Geysi. En það er kanski ekki hinn augljósi skilningur sem skiptir mestu máli, heldur það að Frónararnir komust í fyrirsögnina en ekki
"frændurnir", end ahvað hefðu þeir átt að gera í fyrirsögninni.
Fyrst að það er nú þessi dagur þá get ég sagt það með sanni að á undan förnu ári hef ég átt samskipti við tvo hópa
sjávarútvegsskóla SÞ farið til Færeyja einusinni og komist alla leið í
einum áfanga, þvælst í hringferð umhverfis Vínarborg án þess að missa svo af miklu sem einni lest, og fór þó ekki til Vínar enda samræmist sú borg illa áherslum
ábyrgra aðila, gerst talsmaður
eyjaskeggja í Heimaey, uppfyllt æskudrauminn um að
standa með Halldóri Blöndal og reynt að fá Færeyjar samþykktar sem aðildarfélag að SUS, reyndar var ég tilbúinn til að sætta mig við að aðildin takmarkaðist við
hið unga og hugsandi fólk fyrirheitna landsins en þetta gengur næst. Svo varði ég vinnustað minn með handauppréttingu og fór á SUS þing og Landsfund reyndar líka, en satt best að segja hef ég ekki ekið yfir Stórasand. Til gamans má geta þess að mér var bæði treyst fyrir ritara störfum og fjármálum, í félagsstarfi
flokksins hér á Akureyri, að vísu í afmörkuðum öngum flokksins, en ég veit að því myndu
fáir sem
sáu mig
glósa í skóla trúa.
Nú er fyrir dyrum aðalfundur
Heimdallar þar sem
ungt fólk tekst á um völd með framboði til stjórnar, það væri gaman ef svona mikill áhugi væri á z í stjórn Verðandi á Dalvík eða Varðar á Akureyri, þó það væri ekki nema bara annað hvert ár. Það er gaman þegar það eru margir sem vilja starfa. En það getur orðið leiðigjarnt beiti menn rógi og illum og særandi orðum. Ég hef ekki miklar skoðanir á sveitarstjórnarkosningum í Portúgal og
jafnvel þó mér væri ekkert kvenlegt óviðkomandi þá held ég að ég myndi ekki eyða miklu púðri í svoleiðis umræðu hér, skiptir engu hvort það væri evrópskur eða alþjóðlegur tungumáladagur. Fyrir mér er nóg að starfa á Akureyri og mér leiðist og vil forðast að falla í skotgrafarhernað(i) sem fram fer
í félögum í öðrum sveitarfélgum. Vil ég frekar einbeita mér að öflugu starfi í mínu félagi.
Því segi ég sem Varðar maður að ég skipti mér ekki að þessu, en vona að þeir sem bera sigur úr býtum muni ná sáttum við þá sem lúta í lægra haldi og starfi svo saman að öflugu og farsælu flokkstarfi, landi og þjóð til heilla. Ég vil óska þess að niðurstaðan leiði til framfara í flokksstarfinu.
Gleðilegt nýtt ár
Í dag gengur í garð nýtt
kvótaár, til hamingju með það með þökk fyrir það gamla. Tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest. Nú sest ég niður og hugleiði framferði í Íslenskum Sjávarútvegi nýliðið ár. Áður en þær vangaveltur skila sér í glímu við lyklaborðið, þá vil ég óska þess að ný hafið kvótaár verði okkur farsælla en það sem lauk í gær.