Færeyjar.is
 

 
Blaðrað um Færeyjar og fleira, þó ekki einungis á Færeysku
 
 
 

Íslendingur.is

 
 
17.2.03
 
Færeyingar fá í dag nýjan Landsstýrismann, en það er Suðureyingurinn Jacob Vestergaard á Økrum, hann verður frá og með deginum í dag Landsstýrismaður í sjó- og fiskivinnumálum. Hann keumr inn í landsstjórnina sem Fólkaflokksmaður. Hann hefur starfað um árabil á vettvangi sveitarstjórnamála og er nánar tilteki frá Sumbiar kommúnu. Það er vonandi að honum vegni vel.



13.2.03
 
Atkvæðasvengd
Formann, talsmann, leiðtoga og foringja Samfylkingarinnar Össur Skarphéðinsson hungrar í atkvæði. Í samtali við Morgunblaðið sem birtist 12. febrúar sl. játaði Össur því að treysta mætti atvinnulíf á landsbyggðinni, en sagði samt hlutfall milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins í áætlun ríkisstjórnarinnar ekki vera viðunandi. Ennfremur lét Össur það í ljós að Samfylkingin myndi leggja meiri pening til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu.

Þar með opinberar formaður, talsmaður, leiðtogi og foringi Samfylkingarinnar, vilja sinn og viðhorf sín og síns flokks til þess fólks sem býr á landsbyggðinni. Fjármagnsstreymi hins frjálsa markaðar, sem Össur & fylgjendur hans eru teknir að daðra við, innan borgarmarkanna er ekki nóg. Hið opinbera skal að hans mati veita fé til Reykjavíkur og nágrennis. Össur & fylgjendur hans vilja flýta þeim framkvæmdum sem menn eru ekki þegar tilbúnir til að hefja.

Það skiptir ekki Össur máli að fylgjendur hans hafi tafið fyrir undirbúningi brýnustu verkefnanna á höfuðborgarsvæðinu með klúðurslegri framgöngu. Svo virðist sem að það skipti Össur & fylgjendur hans minna máli að þegar ákveðið var að minnka mismun í vægi atkvæða milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis, var samþykkt að minnka þyrfti aðstöðu mun sem væri til staðar milli sömu svæða, með samgöngubótum. Össur & fylgjendur hans virðast vilja tryggja hag höfuðborgarsvæðisins enn frekar þegar munur atkvæðavægis hefur verið minnkaður.

Augljóst má telja að formaður, talsmaður, leiðtogi og foringi Samfylkingarinnar Össur Skarphéðinsson meti atkvæði af höfuðborgarsvæðinu meira virði en atkvæði annarra landsmanna.


Og til hamingju Tómas

11.2.03
 
Sigurdagur íslömsku byltingarinnar í Íslamska lýðveldinu Íran er í dag ellefta febrúar, það eru nú orðin nokkur ár síðan klerkarnir tóku völdin þar, það var 1979, en öldurnar ófriðar hefur ekki enn lagt að fullu í og við Persaflóa. Það er spurning hvað (Ali) Mohammad KHATAMI-Ardakani segir í ræðum í tilefni dagsins um ástandið í nágrenninu.

Sjávarútvegsskóli Háskóla SÞ útskrifaði 19 nemendur sl. föstudag þann 7. febrúar og er þeirri törn þá lokið.

Ég vil vekja athygli sem flestra á að Ólafur Thors er kominn á netið, þ.e.a.s. hans víðfrægu ræður sem Samband ungra sjálfstæðismanna gáfu út fyrir rúmum áratug. Nú er hægt, með þar tilgerðum búnaði, að hlusta á ræðubrotin með því að smella á mynd af Ólafi og myndatextann inni á síðu Sambands ungra sjálfstæðismanna.

 

 
   
  -->This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Heim  |  Gamalt