28.11.02
Er þetta ábyrg fyrirmynd yngstu kynslóðarinnar?
É g ætla rétt að vona að svo sé ekki.
Valdi þú færð ekki greitt fyrir að segja nemendum þínum frá því hvað þú og vinir þínir eru fyndnir undir áhrifum áfengis. Það er ekki fræðsla, það er hræðsla, þá muntu hræða blessuð börnin.
Ef það sama gilti um áfengi og gildir nú um tóbak sætir þú nú á Litla-Hrauni. Sennilega væri það metið til refsi þyngingar hve mikil áhrif þú getur, starfs þíns vegna, mögulega haft á óharðnaða og saklausra hugi barna sem þú hefur lífsviðurværi þitt af að uppfræða.
Vímuvarnir
a la
27.11.02
Ef ég blaðra ekki meir...
...þá veit ég um letidýr sem ábyggilega eftir að blaðra óhemju mikið í framtíð sem fortíð. Sama hvort ég blaðri eða ekki, hinsvegar finnst mér líklegt að það sem letidýrið blaðrar um virki óskiljanlegt með öllu fyrir flesta.
26.11.02
Aukið frelsi í viðskiptum
Nú hefur það komið á daginn að ríkisstjórnin vill útvíkka fríverslunarsamning við Færeyinga frá árinu 1992. Satt best að segja vill Ríkisstjórnin gera það rétta í málinu. Því loksins loksins er stefnt að því að vöru- og þjónustuviðskipti milli ríkjanna verði alfarið gefin frjáls. Einnig verði athugaður möguleiki á að íbúar og fyrirtæki landanna njóti gagnkvæmra réttinda í landi hins samningsaðilans. Sem er Sjálfsagt mál að mínu mati.
Aukist frelsið á þessu sviði mun samkeppnisstaða Íslendinga batna og útflutnings kvóti lambakjöts verður ekki lengur bundinn við 700 tonna. Eins og kunnugt er er íslenskt lambakjöt vinsæl neysluvara í Færeyjum. Sóknarfæri fyrir útflytjendur eru töluverð á Færeyjamarkaði t.d. hvað varðar mjólkurvörur, svið, innmat, svínakjöt, egg og hey.
Eins hafa talsmenn ríkisstjórnar Íslands orðað það að íslenskir ríkisborgarar og fyrirtæki njóti sömu viðskiptalegra réttinda og færeyskir ríkisborgarar og fyrirtæki og öfugt. Þau svið sem menn tala um þörf á undanþágum á eru fjárfestingar í sjávarútvegi og heilbrigðisreglur varðandi landbúnaðarvörur.
Til að vinna að framgangi málsins og undirbúa samninga mun utanríkisráðuneytið stofna vinnuhóp með fulltrúum þeirra ráðuneyta sem hlut eiga að máli, en einnig er ætlunin að athuga þann kost að samningurinn næði til annarra sviða eins og menningarmála, menntamála og samgöngumála.
Umræddur fríverslunarsamningur sem tilstendur að útvíkka tók gildi 1992. Hann tekur til fríverslunar með iðnaðavörur og fisk og aðrar sjávarafurðir. Einnig er kveðið á um lækkaða tolla á landbúnaðarvörum samkvæmt sérstökum samningi.
Hins vegar er það ljóst að ég hef ekki verið í neinu bullandi blaðursstuði og hef því blaðrað lítið hér. En ofangreint var blaður dagsins. blaður gærdagsins kemur hér:
Til hamingju með Prófkjörið í Reykjavík - Davíð fékk það sem hann átti skilið, - góða kosningu.
Glóðarhausinn er orðinn aldargamall, hans líkir ganga vel og standa vissulega fyrir sínu. Því ber að fagna.
Blaðri lokið í bili en gestum blaðursins er boðið að njóta þess sem er hér til hliðar fyrir gesti og gangandi
19.11.02
Það var víst á þessum degi fyrir um 139 árum að Abraham Lincoln hélt ræðu sem kennd hefur verið við Gettysburg. Ætli Valdi Víðis fagni því ekki eins og þjóðhátíð? En það eru þó ekki nema 25 ár síða Anwar Sadat forsætisráðherra Egypta varð fyrst forsætisráðherra Arabaríkis til að heimsækja Ísrael. Síðan þá hafa of margir látið lífið í þessum átökum. Í Ísrael eru menn að velja sér leiðtoga og gildir það hvorttveggja um Verkamenn og Likudflokkinn. Svo má búast við því að Danskir Jafnaðarmenn velji sér nýjan foringja úr því að Paul Nyrup hefur sagt af sér. Það er spurning hvort Mogens Lykketoft sé yfir höfuð nýr.
Svo á Anfinn afmæli
14.11.02
Færeyskar tölvugerðar myndir má finna hér.
Hægt er að skoða fleiri ef menn velja "síggj filmanar". Þessi bretta síða er kanski meira fyrir Geira.
Annars veit ég tæpast betur en að Jón Steinar hafi rétt fyrir sér um að réttast væri að endurtaka prófkjörið. Ég ætla ekki að segja félögum mínum í vestrinu fyrir verkum en þeir ættu kannski að íhuga frekar hvort endurtaka ætti prófkjörið.
En ánægjulegt er að Sveinn Heiðar skuli vera farinn að ræða uppbyggingu í Fjarðarbyggð.
13.11.02
Kannana sjúklingar...
.. geta nú glaðst því að enn ein könnunin á vefnum hefur bæst við í kannanaflóru vefheima og vísa ég beint á þessa síðu sem ég rakst á og velti því fyrir mér hvort þetta sé liður í endurreisn orðspors Ferguson sjálfur standi fyrir þessu...
Enn um klámsýningamál í Færeyjum
Fjöldi fyrirspurna, hefur einhvern vegin ratað til mín eftir að ég færði í orð að hótanir og sprengingar sem hafa rofið annars friðsamlegt líf Jenis av Rana lögþingsmanns hins kristilega Miðflokks í Færeyjum. Því upplýsist ég að það var Canal Plus sem hafði klámmyndir á dagskrá og þótti Jenis av Rana það ekki sæma að Televarpið dreifði slíku efni. Ekki hefur frést neitt af þessu síðan 22. október. Tæpast er hægt að segja annað en að Jenis sé umhugað um hreinlífi Færeyinga.
12.11.02
Hefur hvalur eða hvalir einhvern tíman gert eitthvað fyrir þig? Annað þá en kvalið þig. Mér er spurn. Sá sem stendur fyrir þessari síðu telur hvali drekka sjóinn og éta sjómenn. skyldi Grétar Mar vita af því??
En Valdimar Víðisson fyrrum Bolvíkingur þá Ólafsfirðingur svo MA-ingur og nú leiðbeinandi á Álftanesi, er með miður skemmtileg ummæli á síðu sinni um Villa Egils sem ég vil síður hafa eftir honum. Bjarni sonur Vilhjálms er drengur góður og ég hef ekki reynt Vilhjálm af öðru. Mistök eru mistök, sama hver veldur þeim eða hvaða afleiðingar þau hafa. Svo er bara að bregðast við þeim, fara varlega í upphafi svo líkur á mistökum séu minni en ella
11.11.02
Hótanir og sprengingar
Ótrúlegt en satt þá koma þessi tíðindi ekki frá Gazaströndinni að þessu sinni heldur frá frændþjóðinni í Færeyjum. [Það eru sennilega Norðmenn sem eru ábyrgir fyrir voðaverkunum, þó þeir hafi ekki líst ábyrgð sinni á verknaðinum sem greint er frá hér fyrir neðan.]
Á aðfaranótt sunnudagsins var póstkassinn fyrir utan hús Miðflokksmannsins Jenis av Rana sprengdur í loft upp. Heimilisfólkið hafði rétt gengið til hvílu þegar mikill og hávær hvellur barst þeim til eyrna. Svo mikill varð hvellurinn að nágrannar Jenis urðu og varir við hann. Um þar síðustu helgi komu nokkrir ungir menn og knúðu dyra heima hjá þingmanninum sem var ekki heima við en þeir greindu konu Jenis frá því að hann yrði neyddur til svara fyrir "klámstöðina". Jenis hefur greint frá því að síðustu tvær vikurnar hafi hann fengið ófáar hótanir sem hann tengir við mótmæli sín við sýningar leyfi Televarpsins á klámmyndum. Einnig segist hann hafa fengið hótanir um það leiti sem umræða um skækju lifnað stóð sem hæðst. Rannsóknarlögreglan kannar nú póstkassamálið.
Ótvíræður ...
... sigur Sturlu er heitasta fréttin af sjálfstæðismönnum í dag, Vilhjálmur Egilsson fær ekki eins mikla umfjöllun. Prófkjör eru prófkjör og virka á þennan hátt. Vilhjálmur naut stuðnings í fyrsta sætið þar sem Húnvetningar og Skagfirðingar voru annarsvegar og svo vildu kjósendur annarstaðar úr kjördæminu hafa hann í 5. sæti. En prófkjörið er búið og svo virðist sem þriðja kynslóðin frá Akri geri nú vart við sig í íslenskri pólitík og njóti meiri stuðnings til þess en Jón sonur Magnúsar frá Mel. Það er gott til þess að vita að ekki skorti sjálfstætt fólk vestan Tröllaskaga. Svo er líka gaman til þess að vita að fleiri (5.994) vildu hafa áhrif á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæminu en á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík (3.605) og Suðvestur kjördæminu (1.890) sem hlýtur að geta aukið vonir manna í Norðvesturkjördæminu og reyndar á landinu öllu til kosninganna 10 maí n.k. þ.e. að töf verði á því að heiti Samfylkingarinnar verði lýsandi fyrir inntak og eðli flokksins.
Hinsvegar
Ef nú væri árið 1918 og tæknin væri eins og hún er í dag, værum við að fagna lokum fyrri heimstyrjaldarinnar og þá held ég að prófkjör kæmust ekki í umræðuna.
6.11.02
Kvenréttindi = Jafnrétti? Jafnt er meira - fyrir konur!
Deiglan, segir margt en segir hún allt sem segja þarf. Í nýlegum pistli sem birtist á Deiglunni sagði:
Hugmyndir eru uppi um að draga úr kröfum í raunvísindanámi til að það henti stúlkum frekar. Sumir telja slíkar hugmyndir vera niðurlægjandi fyrir konur. Væri þá ekki sambærileg hugmynd að skylda stúdínur í hjúkrunarfræði og hugvísindagreinum til að klæðast efnislitlum skólabúningum til að auka hlutfall karla í slíku námi?
Reyndar skrifaði Brynjólfur Ægir Sævarsson aðeins meira en þessar línur hér að framan og vitnaði m.a. í orð Rósu Erlingsdóttur jafnréttisfulltrúa HÍ. Með þeim ummælum sem Brynjólfur hefur eftir Rósu held ég að lekur dallur kvenöfgahyggju hafi sokkið. Því Rósa virðist eins og svo margir sem ræða um jafnréttismál einblína á hina kvenlegu hlið jafnréttismála þ.e. ræða þau atriði þar sem konur þurfa að hafa sig allar við til að standa jafnfætis körlum. En minnist ekki á þá þætti þar sem karlar standa konum langt að baki.
Það á að fjölga konum í raunvísinda námi, en það er ekkert sagt um hlut karla í uppeldis og umönnunarfræðum. Einhverju sinni heyrði ég að konur ættu að fá ókeypis aðstoð í stærðfræði til að auka hlut þeirra í raungreina námi inna HÍ, en sambærileg aðgerð fyrir karla var ekki var ekki í umræðu um þær greinar þar sem karlar eru í minnihluta.
Ef leggja á mikla áherslu á jafnrétti þá hlýtur jafnrétti að eiga við allstaðar en ekki bara vera einkaréttur kvenna annars erum við að tala um kvenréttindi en ekki jafnrétti.
Þykir mér því augljóslega pottur jafnan víða brotinn í jafnréttisumræðu sem liggur inn á þessar brautir.
Því er hægt að velta fyrir sér hvort jafnrétti sé mannréttindi eða bara kvenréttindi og þá hvort jafnt sé meira, - fyrir konur.
5.11.02
Ný mið
- Ráðstefna á Sólborg
Því miður mun Jörgen Niclasen ekki láta sjá sig enda eru færeyskmið tæplega ný.
Stafnbúi, félag nemenda í auðlindadeild og Hið Íslenska Sjávarútvegsfræðafélag halda ráðstefnu föstudaginn 8. nóvember nk. klukkan 13 - 17. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Ný mið“ og verður hún haldin í stofu L201 á Sólborg við Norðurslóð á Akureyri.
Dagskrá
13:00-13:30 skráning
13:30 Setning
Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra
13:45 Aukið virði sjávarafurða - næstu skref
Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra
14:05 Umhverfismál og orðstír sjávarútvegs á alþjóðavettvangi
Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur LÍÚ
14:25 Eldi nýrra tegunda
Erlendur Steinar Friðriksson, sjávarútvegsfræðingur
14:45-14:55 Kaffihlé
14:55 Aukning afkasta með tækni
Guðjón Stefánsson, Marel
15:15 Sóknarfæri íslenskra sjávarafurða á heimsmarkaði
Örn Viðar Skúlason, framkvæmdastjóri Markaðssviðs SÍF
15:35 Lífefnavinnsla úr rækjuskel
Jóhannes Gíslason, Prímex
15:55 Vannýttir stofnar eru viðbótar möguleikar
Hrafnkell Eiríksson, Hafrannsóknastofnun
16:15 Pallborðsumræður
16:45 Ráðstefnuslit
Svo er bara að fjölmenna
1.11.02
Það er gaman
Já það er gaman að fá greitt fyrir vinnu ágústmánaðar í nóvember. Það gefur því síður á bátinn í dag en í gær.
Annars eru menn að tala um það að þetta með Ráeyri ehf. sé forleikur að stofnun þriðja sjávarútvegsrisans svo kom í ljós að Eimskip, eigandi ÚA, Sjóvá Almennar, hluthafi í Eimskip og Skeljungur, sem hefur stjórnarmann Eimskips sem forstjóra séu hluthafar í Ráeyri.
Þormóður Rammi og Þorbjörn Fiskanes eru nú líklegir til að auka samstarf sín á milli. Mér þótti fréttaflutningur af þessum kaupum Ráeyrar á bréfum Afls í Þormóði Ramma athyglisverður þar sem sagt var að kaupin tengdust átökum um eignarhald á bréfum í SÍF, en Þormóður Rammi er stór hluthafi í Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna en ekki í SÍF. Því þykir mér þörf á því að menn sem vilja fjalla um þessi viðskipti kafi ögn dýpra í málið.
|