Færeyjar.is
 

 
Blaðrað um Færeyjar og fleira, þó ekki einungis á Færeysku
 
 
 

Íslendingur.is

 
 
27.6.02
 
Þið hafið eflaust heyrt þessa frétt:
Samtök listamanna og kvikmyndagerðar-fólks leitast við að opna augu stjórn-valda fyrir mikilvægi þess að framleiða meira af leiknu sjónvarpsefni hér á landi.
Í nýrri skýrslu sem Aflvaki hefur unnið eru færð rök fyrir því að stofna ætti sjóð sem úthlutaði styrkjum í þessu skyni. Í skýrslu Aflavaka eru skýrðar hugmyndir um stofnun sjónvarpsmynda-sjóðs með þátttöku allra sjónvarpsstöðvanna og fagfélaga listamanna.
Bent er á að fáist 300 m.kr. árlegt framlag í sjóðinn frá stjórnvöldum geti það skilað um 113 m.kr. frá erlendum samframleiðendum. Störfum í greininni gæti fjölgað um 100 við þetta
-
Ég get tæpast beðið eftir að þetta verði að veruleika sápuópera um landnámsmenn, byggð á Íslendingasögunum,
Sjónvarpsmynda flokkur um Sturlungaöldina,
Þáttaröð um galdrafárið.
Önnur um vesturferðirnar og um örlög vesturfaranna, með tilliti hvaðan af landinu þeir fóru
Leikið efni um "átök" í sjálfstæðisbaráttunni
sápuópera um lífið á Íslandi á 20. öldinni þar sem niðjar bóndans takast á við niðja sjómannsins en þeir voru bræður, en systurnar fóru í verslun svo er hluti niðjanna verkafólk og annar hluti er atvinnurekendur einhverjir hafa farið í skóla, fylgst er með ólíkri baráttu þeirra við kerfið, verðbólguna,hvernig fólkið tókst á við skömmtunartímabilið, hvaða áhrif ástandið hafði á fjölskyldulífið, eða nýríkidæmið eftir stríð, hvernig fólkið stóð saman í landhelgismálinu og hvað það karpaði vegna Keflavíkurgangna, samhuginn í kringum Vestmanneyjagosið og Snjóflóðin, viðlagatryggingarnar, baráttuna við Bakkus og stóra Fíkniefnamálið, svona n.k. Forrest Gump mynd um Íslandsöguna, nema það væru fjölskyldur sem fylgt væri í gegnum heila öld. (Mínar ær og kýr að koma þessu í verk - [gersamlega bilaður?])

Eins væri hægt að slíta það í sundur og hafa þáttaraðirnar tileinkaðar ákveðnum tímabilum, s.s. Stríðsárin, Landhelgin, Handritin, Verðbólgan, Auðurinn, sjálfstæðið, Kreppan o.þ.h.

Verðbréfaveltan gæti þáttur heitið um sögu viðskipta á Íslandi og baráttuna við Samkeppnisstofnun og Fjármálaeftirlitið.

Þáttaröð um lífið inn til fjalla í sveitum landsins byggð á Sjálfstæðufólki eða Höllu og Heiðarbýlið eftir Jón Trausta ég meina við höfum nægilegt magn af Skáldverkum eftir íslenska höfunda til að byggja á.

Svo í stað Indiana Jones væri hægt að fjalla um Jón Jóns sem þvældist um heiminn, eða Villi Jóns sem þvælist um landið og fetar ásamt Rósu í fótspor Ómars Ragnarssonar. Þá væri sagt, hérna fór Ómar og samtöl hans við ýmsa væru leikin , já ég veit nú gékk ég of langt.

Svo væru allar mýturnar um ástsælni sjómanna kjörið efni fyrir sjónvarp

Það væri hægt að gera nóg með þetta og mér finnst þetta frábært framtak hjá hlutaðeigandi listamönnum að spá í svona löguðu.

26.6.02
 
Að gefnu tilefni um aðstoðarmenn Alþingismanna

Ég sá einhversstaðar spurningu á þá leið "hvað er hæft í því að sett verða upp einhverskonar embætti aðstoðarmanna Alþingismanna"
Þetta verður í kjölfar hinnar svokölluðu kjördæmabreytingar og mun þá eiga við um þingmenn Vesturkjördæmis, frá Akranesi að Siglufirði, Austurkjördæmi, frá Siglufirði að Hornafirði, og Suðurkjördæmis frá Hornafirði að Reykjanesbæ.
Þetta verður þannig að Þingflokkar geta ráðið til starfa aðstoðarmann fyrir hverja tvo þingmenn í þessum kjördæmum.
Þeim er ætlað að auðvelda Þingmönnum að halda tengslum við kjósendum.
Ekki er vani að Þingmaður gegni öðru FULLU starfi en það hefur lengi tíðkast að þingmenn séu í ýmsum nefndum og ráðum, nefndarstörf innan þingsins eru ólaunuð. en t.a.m. seta í stjórn Sinfóníunnar eða Sóttvarnarnefnda er launuð.
Gunnar I Birgisson og Vilhjálmur Egilsson eru undantekningar á þeim vana að Þingmenn gegni ekki öðrum störfum á meðan þeir gegna þingmennsku.
Þingmenn geta tilkynnt að þeir óski fjarvistarleyfa sem þeir gera alloft, flestir en þurfa ekki að kalla inn vara menn, ef Alþingismenn eru fjarverandi lengur en 2 vikur skal kalla inn varamann. Þingmenn sitja oft á skrifstofum sínum meðan þingfundur fer fram og eru í húsinu og heyra því Ögmund mala því sá sem er í ræðustól er sjálfkrafa í innanhúskerfi Alþingis og allir geta heyrt rausið þó þeir séu ekki í Þingsalnum, þá eru Þingmenn að lesa eða að skrifa eða að vinna í Tölvum (vá gæti verið að Þorgerður Katrín væri að lesa þetta ég fæ smá kikk út úr tilhugsuninni :) meira en ef Svanfríður væri að lesa þetta).


Ég tel þetta kerfi sem verið er að koma á fót ekki æðislega sniðugt heldur frekar, óheppilegt fyrir lýðræði.

Nú verður einhver ÞÆÐ kosinn þingmaður í Vestur Austur eða Suður- kjördæmi hann og XYZ eru saman í flokki og þingmenn samakjördæmis nú þeir ráða ABC sem aðstoðarþingmann sinn og ABC fer með þeim í hverja einustu ferð þeirra út í kjördæmið og er í stöðugu sambandi við lykilmenn í sínum flokki í þessu kjördæmi svo einhverjum árum eða kjörtímabilum seinna ætlar annar hvor ÞÆÐ eða XYZ að hætta á þingi. [það er vitað að flokkurinn á nokkuð örugglega tvö þingsæti í þessu kjördæmi en varla nokkurn möguleika á þriðja þingsætinu, NB í V-, A- og S-kjördæmi verða 9 kjördæmakjörnir menn og einn uppbótaþingmaður,] Að svo búnu vill bæjarstjórinn ÞÆÖ og kennarinn KLM, sem eru frá sitthvorum staðnum í kjördæminu, þekktir í sínu samfélagi en ókunnugir utan þess, bjóðasig fram í prófkjöri, þar sem baráttan verður um annað tveggja þingsætaflokksins í kjördæminu, en ABC hefur líka áhuga á því að verða þingmaður eftir að hafa verið aðstoðar Alþingismaður (AA?) í \"öll þessi ár\" Hann er ekki bara þekktur á þessum tveimur stöðum heldur í öllu kjördæminu og hefur aflað sér tengsla sem víðast innan kjördæmisins. Ég myndi halda að aðstoðarmaðurinn væri sigurstarnlegastur í prófkjöri um "lausaþingsætið - sæti nr. 2" því hjá stuðningsmönnum beggja mótframbjóðenda hans væri ABC sennilegast kostur nr. 2 og auk þess væri hann kostur nr. 1 í lausa þingsætið hjá þeim sem þekktu til hvorugs KLM eða ÞÆÖ og væri líklegur til að njóta stuðnings þess þingmanns sem hætti og fengi sennilega atkvæði í 1. sæti frá þeim sem væru dyggir stuðningsmennflokksins en ekki svo allskostar sáttir við þann þingmann sem eftir sæti við Austurvöll.

Dæmisagan á enga stoð í raunveruleikanum, en hver veit hvað verður???

25.6.02
 
Og þó, minni enn og aftur á frjóar umræður í skjóli fyrirspurna til Baggalúts.issss
 
Eða hvað
 
Þetta frumenfi á víst að vera gull, en ég ku vera farinn að láta það mikið á sjá að gullið í mér er farið að tærast helst til mikið ;(

21.6.02
 
Grín og glens en þó meira kanski út í rugl og vitleysu
 
Hahaha bara rétt handan við hornið
 
Þvílíki brandarinn og þetta líka endalausa spaugið
 
Svei mér þá þetta er örugglega eitthvað það mest spennandi sem gengur og gerist á þessu neti, eða í þessum netheimum :) gaman gaman.

Í alvöru innslegið þá væri ég til í það að mér dytti eitthvað sniðugt eða gáfulegt í hug svo ég gæti slengt því sem snöggvast fram. En ef mér dettur eitthvað í hug seinna í dag, þá vildi ég að ég myndi muna það þegar fram líða stundir.

svakar vikuskiptiskveðjur

20.6.02
 
Vá aftur vá, svo viðburðasnauðandag hef ég sjaldan lifað ætli morgun dagurinn verði jafn spennandi?

19.6.02
 
Konur, mæður, meyjur,
mætar fósturlandsins freyjur
fagrar stelpur, stúlkur
stoltar frúr, gleðja okkur

Til hamingju með daginn
 
Vá - þessi helgi varð aðeins lengri en maður reiknaði með.
Gleðilega Þjóðhátíðar rest Íslendingar, nú telja Færeyingar niður uns Ólafsvaka hefst með látum.
Látum hamingju óskir með daginn nægja í bili.

13.6.02
 
Hún er farin að skína aftur, svona á hún að vera sólin - sæt og fín
 
Sólin fór í frí, sýnir sig sennilega bráðlega aftur í hjörtum hvers okkar og skín þá bjartar en nokkru sinni fyrr.

12.6.02
 
Æi jæja
Dansleikurinn heldur áfram, og Falun gong fá að hertaka landið með liðamótaklækjum sínum. Ég veit ekki hvort ég hafi séð út á Svalbarðseyri þegar ég gekk til vinnu í morgun en við tölvuna sé ég í gegnum fjöll og fyrnindi. Ég hef ekki heyrt í Jógvani nýlega en spjalla sennilega við hann um helgina, annars líður mér bara vel Paul og Heather búin að gifta sig, loksins loksins. Hvað líður svigrúminu á Bessastöðum það er nú komin tími á þau þar.
Segjum það

11.6.02
 
Er þessi skáld? eða er þessi ekki skáld? Hvenær er maður skáld og hvenar er maður ekki skáld? Hvenar yrkir maður vísu og hvenar semur maður ljóð? Hvað er limra og hvað er staka? Hver er munurinn á kveðskap og leirburði? Ætli þessi geti sleikt á sér nefbroddinn með tungunni?

Hvað sem hverjum finnst þá kennir ýmsra grasa þarna og ýmislegt er sniðugt og sumt er í nágrenni við það að vera skemmtilegt.

Annar verðum við að passa okkur á svona líkamsræktarfólki - hvort sem það er hreysti eða falun gong, ríkisstjórnin verndar rétt antisportista með þessum aðgerðum sínum og handsamar þá sem vilja hreyfa sig - vá!!
Verður skólaskildu leikfimi ekki afnumin hvað og hverju?
Og svo mega kommúnistar vaða hérna uppi einsog þeir séu siðaðir menn - og er allt í lagi með þessa menn sembjóða svona **** til landsins?

Hvorki Li Peng né Jang Zemin verður boðið til Færeyja nema í fylgd falun gong fái ég einhverju um það ráðið.
Svakar kveðjur

10.6.02
 
Helgin liðin, loksins loksins og ný vinnuvika streymir áfram, yndislengt. Annars þá unnu hægri menn á í Frakklandi en vinstri menn gætu samt unnið skv. frétt í RÚV í morgun, það er gott að íhaldssöm sjónarmið njóti sín.
Er ég svakur ?

7.6.02
 
Þá er þessum vinnudegi lokið, ætli ég hrýni ekki eylítið seinna ef ég skildi hnjóta um eitthvað athyglisvert. Sem væri hrýnsins virði.
Sá nokkra kunningja sem ég bið að heils og óska ég þeim velfarnaðar í þessari blokk. Ég reyni að vernda þá fyrir ágangi óðra gesta enn um sinn en ætli ég bendi ekki betur á þá seinna.
blíðar hilsur
 
Alltaf í bölvuðu veseni með formsatriðin en við skulum ekki láta þau vefjast fyrir okkur.
Kveðja svaki
 
Vinarligu lesendur
Eins og oft áður kom dagur að kveldi án þess að sólin hafi haft hugmynd um það, eins kom nýr dagur en sólin hélt sig við fyrri áætlun. Fjörðurinn var spegilsléttur, mikið hefði maður gaman að fara út ef gæftir væru góðar. Annars er auðlindin komin í sumarfrí því er nú ver og miður. Það verður eftir sjá af aflafréttum í sumar, þá þarfmaður að stóla á Málgagnið sem hefur einnig dregið úr þjónustu við þessa atvinnu grein. Það er búið að steypa Verinu inn í VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF og www.interseafood.com en það mæta rit fer sennilega líka í sumarfrí.

Svo maður haldi áfram með sjávarútvegsma´lin, hvernig veit Hr. Árni Matt að þorskstofninn hafi náð lágmarki? Stofnmatið byggir að hluta á svo kölluðu togararalli sem framkvæmt er einu sinni á ári, á vori, að því loknu er ráðist í mat á stofnstærðinni og svo koma tillögur Hafró um heildarafla svo stofninn minnki ekki enn frekar og því næst kveður Hr. ráðherra upp dóm sinn. Hvernig veit Hr. Árni Matt að stofninn sé á uppleið núna þegar hann er að mæla fyrir um niðurskurði á afla og stofninn er minni en í síðasta stofnmat? Hinsvegar er það rétt að 11000 tonna kvóta samdráttur er skárri en 30000 tonna kvóta samdráttur sem hefði mátt búast við í ljósi þess að stofninn fór minnkandi fyrir ári og minnkar en en bara ekki jafn skarpt. Ég vona sannarlega að Hr. Árni Matt hafi á réttu að standa og það er mikið gleði efni að hann skuli loksins geta ákveðið heildarkvóta sem ekki leiðir til minni útflutningstekna.

Annars var ég að lesa Deigluna og þá fór ég að velta því fyrir mér hvort einhverntíman yrði haldin hátíðleg athöfn þar sem Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur eða Jón Bjarnason myndu leggja blómsveig á minnisvarða um meydóm óþekktu nektardansmærarinnar.

Blíðar hilsur

6.6.02
 
Hrýni dagsins -www.mbl.is
mbl.is Forsíða Frétt


Erlent | AP | 6.6.2002 | 15:31

Ný heimastjórn Færeyinga kynnt

Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, kynnti í dag nýja heimastjórn fjögurra flokka. [lokzinz lokzinz] Í málefnasamningi nýju heimastjórnarinnar er ekki minnst á sjálfstæði frá Dönum en aðeins sagt að Færeyingar vilji taka yfir nokkrar stofnanir og skrifstofur sem Danir stjórna nú. [Kemzt þótt hægt fari]

12 ráðherrar sitja í heimastjórninni frá fjórum flokkum sem skipuð er flokkunum þremur sem mynduðu síðustu heimastjórn auk Miðflokksins. [Hér vantar ýtarlegri lista yfri það hverjir gegna hvaða ráðuneytum] Stjórnin var mynduð fyrir nokkru en ágreiningur var milli Folkaflokks [Fólkaflokkurin er Þjóðarflokkurinn á íslensku ] Kallsbergs [Hér vantar fornafn Anfinns Anfinn Kallsberg heitir kappinn] og Þjóðveldisflokks Högna Hoydals hvor þeirra ætti að verða lögmaður. Sjálfstýriflokkurinn [Flokkurinn heitir Sjálvstýrisflokkurin eða Sjálfsstjórnarflokkurinn á íslensku] á einnig aðild að heimastjórninni. Í kosningum sem fóru fram til færeyska Lögþingsins um mánaðamótin fengu þeir flokkar sem vilja sjálfstæði og hinir sem eru því andvígir, jafn marga þingmenn.[Réttara væri að segja að Landsstjórnin og stjórnar andstaðan fengu jafnmarga þingmenn eða 16 þar sem flokkarnir sem stóðu að landsstjórninni voru mis áfjáðir í fullt sjálfstæði strax]

Í málefnasamningi nýju heimastjórnarinnar er gert ráð fyrir að Færeyingar stefni að því að taka yfir málefni dómstóla, lögreglu, kirkjum [trúar], flugvalla[flugvallar það er bara einn flugvöllur í Færeyjum], veðurstofu og vita ásamt fleiru.

AP fréttastofan hefur eftir Inga Samuelssyni ritstjóra Dimmalætting, að nýja heimastjórnin taki mun mildari afstöðu til sambandsins við Dani en sú fyrri. [En hvað hefur Málgagnið eftir Færeyjingum? Þeir eru nú með fréttaritara þarna og svo ætti í það minnsta einn blaðamaður Morgunblaðsins að geta lesið Færeysku]

Til baka[Það verður ekki aftur snúið]

 
Málgagnið
 
Málgagnið
 
Góðu lesendur - blíðar hilsur!

Þá byrjar ballið - þó ekki byggðaballið og ekki heldur sveitaballið, heldur ballið þar sem Færeyjar.is eru í brennideplinum.
Annars hafa Færeyjar.is oft verið sakaðar um óskiljanleg heit. Einkum er þar um að kenna löngum setningum, sundur slitnum orðum sem oftast hafa verið samsett eða samsettum orðum sem ekkert eiga sameiginlegt.
Orsökin er einungis Færeyskt hugarfar. Það sem við þörfnumst nú mest er Færeyskur samgönguráðherra. Annars ætlaði Færeyingur sér aldrei að flytja inn í blokk en eitt í dag verður annað á morgun og þá sennilega líka öðruvísi í gær.

Annars þá eru Færeyingar búnir að fá sér nýjan menntamálaráðherra það er 28 ára ung kona sem er kennaranemi - vekur það einhverjar spurningar, en til hamingju Annalis. Annalis er í Þjóðveldisflokknum. Ég meina Færeyingar eru ekki þekktir fyrir að grínast heldur taka Færeyingar á hlutunum fyrir alvöru, já. Ef hún hættir einhverntíman pólitísku basli þá verður hún sennilega góður kennari, Íslendingar hafa hins vegar 59 ára mann sem var menntaskólakennari í 21 ár og alþingismaður í 11 ár áður en hann varð ráðherra. Sá sem byggir Færeyjar.is man ekki eftir að Annalis hafi látið mikið til sín taka í pólitísku-vafstri Færeyinga. En hún er í stærsta stjórnarflokknum - sem er kanski eins og VG hér með svolítið vinsælan foringja, en að honum slepptum er landauðn og mannval ekkert ef ekki neikvætt. Það er Høgni Hoydal sem er annar tveggja fulltrúa Færeyinga á Danska Þjóðþinginu en ætlaði ekki að sitja fundi þar vegna þess að Færeyingar eru ekki danir í staðin yrði það hann Tórbjørn sem er fyrrverandi ráðherra menntamála Færeyinga sem sæti á danska þinginu sem varamaður. Tórbjørn var rekinn úr Færeysku landsstjórninni fyrir að tala sjómanna mál - hann sagði að Anfinn Kallsberg Lögmaður Færeyja og Þjóðarflokksmaður væri hundur Pouls Nyrups Rassmunsen. Tórbjørn hlustar á Bubba Morthens.
blíðar hilsur

 

 
   
  -->This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Heim  |  Gamalt