Fiskidaganefndin mælist til þess að fjöldi sóknardaga verði óbreyttur á landgrunninu næsta fiskveiðiár. En mælir fyrir um að fækka dögum á Føroya Banka um 10% prosent, og að friða Bankan á hrygningartímabilinu. Þar að auki mælir fiskidaganefdin fyrir um ýmsar breytingar, þ.á.m. skulu tvíembingstogararnir og netabátarnir "upp í fiskidagaskipanina".
Einig á að breyta lögunum, þannig að stjórnunin verði betri, og smábátar sem stunda tómstundaveiðar, skulu úr fiskidagaskipanini.
Þá er stefnan sett á að fjölga dögunum aftur þannig að sá fjöldi náist sem var þegar sókarmarks stjórnskipun þessari var komið á fót. Stjórnkerfið á að vera sjálfregulerandi, þ.e. , þegar fiskur er í sjónum skal fiskast, þegar minna er fiskað, þá fæst minna.
Útvarp allra Færeyinga greindi frá
Sveinn Scheving ritaði í
Morgunblaðið 1. júní 2004.
Þar segir Sveinn frá fundi sem Forysta Öryrkjabandalagsins átti "með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og hvatti hann eindregið til að synja lögunum [um "örykjadóm"] staðfestingar. Þeirri málaleitan svaraði forsetinn hins vegar með yfirlýsingu þar sem hann sagði meðal annars að gæta yrði "ýtrustu varkárni" og að rök yrðu að "vera ótvíræð" til að til mála kæmi að forsetinn synjaði lögum staðfestingar." Þá "tók forsetinn fram að ágreiningur um það hvort lög gengju gegn stjórnarskrá skipti engu máli" í þessu sambandi, því "slíkum atriðum yrði ráðið til lykta fyrir dómstólum en ekki með þjóðaratkvæðagreiðslum."
Svo ritar Sveinn fleiri orð
segir það "meiri undrun [...] að því sé haldið fram í fjölmiðlum [...] að sami forseti" hafi hugleitt " að neita að staðfesta nýsamþykkta breytingu á samkeppnislögum og útvarpslögum".
Sveinn segir ennfremur deilurnar um nú títtnefnda "lagabreytingu [séu] minni en urðu um svokölluðu öryrkjadómslög. Andstaða landsmanna, samkvæmt könnunum, er minni." Þá ítekaði Sveinn að Forsetinn hefur áður sagt, "að ágreiningi um hvort brotið sé á stjórnarskrárvörðum réttindum eigi að beina til dómstóla [því geti ágreiningurinn ekki] orðið til þess að forseti staðfesti ekki lög." Þá minnir Sveinn á að Lögin hafi ekki "áhrif að heitið geti fyrr en eftir rúm tvö ár", Á þeim tíma geta allir sem þess óska leitað til dómstóla vegna laganna."
En botninn er þessi:
"Við örykjar, eins og raunar aðrir landsmenn, hljótum því að spyrja: Hvað í dauðanum veldur því að Ólafur Ragnar Grímsson er að hugleiða að grípa skyndilega nú til þess valds sem hann neitaði öryrkjum um að nota í ársbyrjun 2001? Þrýstir nú á forsetann einhver aðili sem honum stendur nær en öryrkjar?"
Ekki veit ég nokkur deili á Sveini þessum en mér þótti þetta ákaflega athyglisverð lesning. ég held að ég hafi þakkað fyrir mig, fyrir skemmtilega og velskrifaða grein ef ekki þá vil ég gera það nú.