31.3.04
Loksins loksins, einhver alvöru þróun á verðbréfamarkaðinum. Gott mál og af fleiri góðum málum má nefna samning HA og Menntamálaráðherra, ætli 92 sjávarútvegsfræðingar geti ekki glaðst núna. Mér líður alveg ljómandi vel en hvað sem því líður "langar mig samt til Færeyja" eins og strákarnir í Brimkló sungu. Það er spurning hvað maður geri af sér um helgina...
26.3.04
Kannski verður í Kaupangi gaman?
komi fólk til að gleðjast saman,
klukkan fimm brosandi í framan.
E.t.v. kastað fram um laugardaginn, þ.e. morgundaginn
----
Sigþór og Þórir fóru á kostum á Málstofunni i dag, einstaklega upplífgandi framistaða. Nú viljum við " Nóbelinn norður" með nýju rannsóknahúsi Háskólans á Akureyri.
Maður þarf að loka vel á eftir sér áður en maður opnar eitthvað annað annarsstaðar. Það verður bið á því að maður komist til Færeyja - nema þá til fjarlægari úteyja Færeyjanna 18. Ef maður tekur skilgreininguna og útvíkkar hana, allar eyjar sem ekki eru Breiðafjarðaeyjar eru Færeyjar. Gildir það jafnt um Filippseyjar og Bretlandseyjar. Nei maður má sennilega ekki úttala sig um svona mál. Allra síst á þessum tíma sólarhringsins.
Vinstri græni Hallur er hættur sem formaður Regnbogans og embættið ku vera fallið í hendur frjálshyggjumanns, Gylfi Ísfirðingur leiðir nú háskólastúdenta á Akureyri.
Næsta vika verður einkennileg, það er næsta víst. Hlakka til að sjá viðbrögð við vinnubrögðum um stefnumótun fyrir ríkisstjórnina í málefnum Eyjafjarðar. Það verður fróðlegt.
24.3.04
Draumastarfið. Nú er draumastarfið: Fréttaritari Interseafood.com í Færeyjum, þ.e. flytja fréttir af Færeyskum sjávarútvegi, skipðað góðum manni, Sveinur Tróndason hefur fengið þann starfa. Það er vel. Þá getur maður farið að huga að einhverju öðru.
Sem minnir mig á það, það styttist í næstu brottför, að vísu ekki upp í Mývatnssveit.
15.3.04
Það var 15. mars sem Júlíus Sesar var ráðinn af dögum. Brottfarardagsetning var ákveðin. Spenningurinn fer að magnast þótt að lítið mjakist í undirbúnings átt. Hryllingurinn, hryðjuverkin höfðu áhrif á kosningarnar í gær, málfundafélag ungra róttæklinga fjallar um kosningaúrslitin, hvort þar rætist spá Völu á Deiglunni veit ég ei.
Föstudagurinn var fínn. Laugardagurinn stórmerkilegur, komst í tæri við uppsprettuna og hélt upp á þann einstæða viðburð með veglegum bryggjurúnnti í nýstofnuðu hafnarsamlagi og eftir nágrannaviðleguköntum þess samlags. Annars eru fremstu menn Íslands í hafnarmálum nú í nágrenni við þær hafnir sem taka á móti hvað flestum Kúbverskum flóttamönnum.
11.3.04
Hörmungar á Spáni.
Skæruliðar skelfa almennaborgara með blóðugum árásum á almenning. Flokkarnir sem háðu kosningabaráttu fram að þessu, hafa þegar látið af öllum áætluðum dagskráratriðum viðvíkjandi kosningabaráttunni. Mariano Rajoy sá sem veitir [því sem oft hefur verið af erlendum fréttariturum kallað Stjórnarflokkur] Partido Popular, Lýðflokknum forustu, sagði árásina vera svívirðilegt fjöldamorð. ETA er grunað um þessa vanvirðingu og stríðsyfirlýsingu við lýðræðið, þetta er sögð þeirra blóðugasta árás. Yo siento mal. Það verður kosið á sunnudaginn.
8.3.04
Fyrstu lombini komin
Í gjár lembdi ein ær í Hvalba tvey.
Hon er kanska nakað tíðliga á veg, men um middagsleitið í gjár lembdi ein ær í Hvalba tvey.
Hartvig Hammer, sum eigur ærina, sigur, at ærin lembdi eisini tvey í fjør, men tá fór annað útav. Hon plagar at ganga inni á Gøtuni í Grímsfjalli, har tað er rættiliga bratt, og helst er annað lambið farið útav.
Lambið, sum livdi eftir, vigaði 29 pund. Portal greindi frá
© Áki Bertholdsen - Sosialurin. Sauðburður er sumsé hafinn, gaman að því.
4.3.04
Það mjakast, lífið. Já það má segja að lífið mjakist áfram samhliða tímanum, hvort sem það hefur sinn vanagang eður ei. Horfði á myndband í boði Gylfa s.l. sunnudag, nokkurs konar ríkis hugvekja þar á bæ, sunnudagsmessan...
stuttu seinna var mér hugsað til Signars Hansen forvera Tobba og fleiri í menntamálaráðuneyti þeirra Færeyinga. Ég skil ekki hvað fólk er að kveinka sér vegna hugsanlegra greiðslna til fyrrum þingmanna og ráðherra í framtíðinni hér á landi. menn geta verið fegnir og í raun fagnað því að ráðherra skipti eru ekki eins ör hér og í Færeyjum. Að maður tali ekki um nýjasta dæmið, Sjávarútvegsráðherra sem náði ekki að sitja út febrúar mánuð.
Annars hrakar heilsu manna mis hratt. Ég er að vísu ekki orðinn hrumur enn þótt ótrúlegt megi virðast. En allt í gangi í öldrunar málum á Akureyri sama hvað fyrrum formaður Varðar segir. Ég væri til í að kaupa áskrift að góðri heilsu, ef slíkt væri til sölu, þ.e. það er vel hægt að greiða fyrir hitt eða þetta en það er engin trygging fyrir því að slíkt skili árangri, jafnvel þó ég keypti mér heilsutryggingu þá gæti ég samt átt von á að að mér myndi einhvertíma e.t.v. ekki líða eins og til stóð og trygginga bætur myndu þá engu breyta. rétt eins og að ég gæti verið ein manna þó að ég tæki upp á því að skrifast á við penna vini mína eða öllu heldur þá sem vilja vera pennavinir mínir frá Nígeríu, Sierra Leone, Niger, Malawí, Angóla sem þó eru staðsettir í Lundúnum og gætu eflaust sagt mér margar skrítnar og skemmtilegar sögur um ættingja sína nær og fjærskylda foreldra og systkini eða maka sem eitt sinn réðu öllu í sínum heima löndum og vildu vera góð við MIG. Það væri gaman að geta keypt áskrift af heilum höndum og hreinum lungum ef kvittunin fyrir greiðslu dygði ein fyrir því að ekkert illt myndi henda mann.
Svo er það hann Davíð Oddsson, maður skilur það vel að hann minntist ekkert á Samgönguráðuneytið enda eru í þingflokki sjálfstæðismanna starfandi svo gott sem tveir samgönguráðherrar Halldór Blöndal, hann er ekkert hættur, og Sturla Böðvarsson. Davíð hefur sum sé engar áhyggjur af samgöngumálunum.
|