23.2.04
Held það sé best að þegja, því ég hef svo furðu margt að segja. Gott ef ekki, jú sennilega held ég að fleiri viti nú en áður hve margir menn munu búa hér um næstu aldamót. Ég fékk víst bæjarleyfi, þó að Kristján Þór hafi ekki gefið það út, enda aðrir en ég útskrifaðir s.l. föstudag. Það má sennilega segja sem svo að ég hafi farið nokkrum sinnum of oft fram úr mér nú um helgina, og þá hægramegin í öll skiptin. Svo eru sumir að verða merkilegir, ef eitthvað er að marka það sem kemur fram í sjónvarpi því er nafgreinir ekki einungis dæmda menn heldur og grunaða menn, sem er ekki mjög gott.
17.2.04
Var frelsi til að velja? ég veit það eitt að ég valdi skemmtun, sem var prýðisgóð. Fuglar sem ekki hafa sést í Kaupangi sáust setjast um mislangar stundaskair í Fálkahreiðrið formaður sambandsins, kennranemi að vestan, andstæðingur kynlegra landkynninga og fleiri sem eru sjaldséðir farandfuglar í Kaupangi. Ráðherrann skjallaði Vörð. Hilmar hvatti Vörð til Dáða. Hafsteinn sýndi fram á betrun í samgöngumálum. Sigrún talaði ekki um álver. Gulli sló víst keilur innan stjórnar Varðar, þeirrar sem vann hvað mest að vinnuvikunni. Gulli og stjórn Varðar borðuðu víst saman á Greifanum og svo spjalllaði Gulli við stjórnina farm að málþinginu meðan ég hlustaði á Kristján "veiðimann" Loftsson og Ásbjörn "verndara" Björgvinsson, Stafnbúar stóðu sig vel. Halldór Blöndal var kátur að loknu málþingi Varðar.
Fékk góð skilaboð, eins og fleiri, frá fleiri en einum, gott að menn beri áfram hróður Ólafs Thors.
11.2.04
Vinnuvikan heldur áfram. Sumir eru iðnari en aðrir. Hugsið ekki um hégóma um helgina mætið heldur og veltið því fyrir ykkur hvort það sé frelsi til að velja?.
Ef ég myndi greiða mér jafn oft og sumir fara í klippingu, þá væri ég örugglega módel. Það er ólíkindum hve fólk þarf alltaf að vera útlítandi á allt og alla og svo síðast en ekki síst að útlita sig. Ég meina það. Ég held það sé öruggt að útlit og sá tími sem varið er í útlit og útlits hirðu og útlits hönnun sjálfs hvers og eins sé tíma eyðsla.
En það er þetta með ferðaþjónustuna:
"Eins mætti opna landshluta á borð við Hornstrandir, Héðinsfjörð og Fjörður fyrir frjálsum veiðum og selja ferðamönnum veiðileyfi. Þeir gætu í fylgd leiðsögumanna skoðað landið og skotið sér til matar. Þá má til að mæta miklu veiðiálægi koma þar fyrir hreindýrum eða búfénaði, e.t.v. til að losa um offramleiðslu sauðfjár. Slíkt gæti verið liður í nýju og kvenvænlegra ferðaþjónustu átaki, þar sem ekki væri gert út á meint lauslæti landans heldur væri yfirskriftin: Skoðað og skotið. Þegar fram í sækir má færa þá stefnu á haf út. Þannig að sá fengi að taka í gikkinn sem mest borgaði fyrir hvalaskoðunarferðina."
-Úr vinnuviku vangaveltum Varðarmanna 10/2
"Menn verða að gera sér grein fyrir því að þrátt fyrir að þessar ákvarðanir verði ákaflega óvinsælar í framkvæmd er tími til komin að hætta kotbændadýrkun þeirri sem hélt aftur aftur af allri framþróun á Íslandi lengi vel fram á síðustu öld."
-Úr vinnuviku vangaveltum Varðarmanna 9/2
10.2.04
Frjáls viðskipti eru góð viðskipti. Svo viðskipti geti gengið sem best fyrir sig þarf að takmarka inngrip óviðkomandi aðila. Því er mikilvægt að skattar og skyldur sem settar eru á menn séu í lágmarki.
Annars verður spurt:
Er frelsi til að velja?
á málþingi um búsetu og atvinnu á landsbyggðinni
í Kaupangi við Mýrarveg á laugardaginn 14. febrúar kl. 16:00.
Þar verður góðmennt og vonadi einnig fjölmennt.
Annars nálgast stressið suðupunkt hjá sumum. Eivör mun ekki syngja í Evrópsku söngvakeppninni en Jónsa ferst það vonandi vel úr hendi. Ef einhver hlustar á Brian Adams getur sá hinn sami hlustað á hann í Færeyjum í sumar.
6.2.04
Fékk góðar fréttir.
Jón í Grófinni er góður sem fyrr.
4.2.04
Í umræðunni er oftar en ekki talað um framkvæmdir í Reykjavík en samgöngubætur annarsstaðar á landinu, þó í raun sé verið að tala um sambærilegan hlut á mismunandi stöðum. Eins hefur borið nokkuð á, einkum í seinni tíð, ranghugmyndum um framkvæmdir við samgöngubætur. Þar sem sumir, velmetin samtök vinnulífsins þar á meðal, hafa slysast til að ræða framkvæmdir í vegamálum þannig að áhorfendum virðist sem um einstök tímabundin atvinnubóta verkefni sé að ræða. Að í samgöngubætur sé eingöngu ráðist vegna þeirrar atvinnu sem skapast á meðan framkvæmdunum standi. Vissulega geta umfangsmiklar vegaframkvæmdir verið mannaflsfrekar, þegar mest gengur á, en öllum er ljóst að svo verður ekki til langframa.
Jörgen er orðinn þingflokksformaður Fólkaflokksins, honum er óskað til hamingju með titilinn. Óla eru þökkuð góð og gegn störf. Anfinni hefur verið þakkað fyrir leiðtogastörfin í Færeyjum.
Sá sem er sagður hafa flaggað ömmunni á landsfundi er farinn að blaðra á vefnum. Hann kann að nota réttan einkunnaskala.
3.2.04
Jógvan, Bjarni og Jógvan í landsstýrið
Jógvan á Lakjuni fer at umsita mentanarmál, Bjarni Djurholm vinnumál, og Jógvan við Keldu fer at umsita nýggja aðalráðið, Innlendisráðið
Tað verða tveir nýggir landsstýrismenn, ið ikki hava roynt seg áður, ið fara at umboða Fólkaflokkin í nýggja landsstýrinum saman við Bjarna Djurholm. Teir eru Jógvan á Lakjuni úr Fuglafirði, sum verður mentamálaráðharri og Jógvan við Keldu, ið verður innlendisráðharri. Bjarni Djurholm heldur fram sum vinnumálaráðharri, men málsøki hansara verða eitt sindur øðrvísi, eitt nú skal hann umsita oljumál eisini. Strandferðslan og aðrir almennir stovnar verður starvsøkið hjá nýggja innlendismálaráðharranum.
Jógvan við Keldu er valdur á ting, og fyri hann kemur Jakup Mikkelsen í Klaksvík á ting. Hann hevur havt sæti á tingið seinasta valskeiðið fyri Anfinn Kallsberg. Fyri Bjarna Djurholm kemur Poul Michelsen á ting. Hann hevur havt sæti fyri Bjarna Djurholm seinasta valskeiðið - og skal aftur røkja tinsessin hjá Bjarna Djurholm, hóast teir í valstríðnum vóru rættuliga ósamdir. Fyri Jógvan á Lakjuni kemur Kjartan Joensen í Leirvík á ting. Hann var valdur á ting í 1994, men á valinum í 1998 vann Jógvan á Lakjuni á honum.
© Eirikur Lindenskov - Sosialurin
Góður
Fyrrverandi formenn Varðar voru ekki alveg sammála í Kastljósinu í kvöld.
1.2.04
|