Færeyjar.is
 

 
Blaðrað um Færeyjar og fleira, þó ekki einungis á Færeysku
 
 
 

Íslendingur.is

 
 
28.1.04
 
Jórturleðurframleiðandi, sem um tíma var þekktur fyrir markaðsráðandi stöðu, var einhverju sinni inntur eftir því hví hann auglýsti jafn mikið og raun bar vitni, hann er sagður hafa í svari sínu, við þessari spurningu, líkt auglýsingum og markaðsstarfi við nauðsyn kolamokara í eimreiðum lesta. Samandregið: ef ekki er auglýst þá er enginn markaður. Þannig er ástandið í hinum frjálsa heimi. En í kaupfélagsdrifnu umhverfi innan marka núverandi norðausturkjördæmis á seinnihluta síðustu aldar virkaði tilveran á þá leið að ef það fékkst ekki í kaupfélaginu þá var það ekki til,og fólk hafði eflaust engin not fyrir það.

Það var góður fundur sem ég sat á Hótel KEA í gær. Umræður um stjórnarmyndun halda áfram í fyrramálið.

"Færeyskt mál"
Svali sem er e.t.v. svalur maður sást keyra bíl á stöð tvö og notaði hann "góða íslensku" og sagði bílinn tríta mann, dreg ég þá ályktun að hann hafi verið að fjalla um meðferð bíls á farþegum, nema hann hafi átt við að farþegum líði vel sama hvað gengur á í akstrinum. Svo var það að vísu smáatrið sem vart er þarft að agnúast út af en Þórhallur Gunnarsson er sjálfsagt framsýnn maður og betra væri ef satt væri en hann sagði að hann æki bara á malbiki enda væri búið að malbika hringveginn en svo er ekki, því er nú ver og miður.

24.1.04
 
Heðin Zachariassen í Streymnesi er seinni jöfnunarþingmaður Fólkaflokksins ekki heildsalinn góðkunni Poul Michelsen. Poul selur Færeyingum Lýsi og Norðlesk matvæli auk annars góðgætis. Heðin hefur setið sem á lögþinginu síðan 2002 og er Borgarstjóri í Hvalvík. Poul sem er ívið eldri og reyndari kom aftur inn á þing þegar Bjarni Djurholm varð vinnumálaráðherra eftir kosningarnar 2002.

23.1.04
 
ÓLAFUR Thors sagði í ávarpi sínu 17. júní 1954 “Hér munu búa allt að 400.000 menn um næstu aldamót”. Hvort sem það rætist á þessari öld eða ekki er víst að hér muni búa fólk sem vill komast leiðar sinnar í einkaerindum sem og í atvinnuskyni. Til þess að svo megi verða þarf greiðar samgöngur....

Samráðningar eða samræður eiga sér nú stað um stjórnarmyndun í Færeyjum. Það er spennandi að fylgjast með þeim. Jafn spennandi og að vita vhort Poul heildsali eða Heðin þingmaður hafi náð kjöri. Það kemur vonandi í ljós fyrr en seinna. Annars hefur varaformaður nokkur athyglisverð orð uppi um Færeyjafara nokkurn í spjalli sínu á vef sem kennir sig við málefni.

Bóndadegi er fagnað með hákarlsáti, eins og venjulega.

20.1.04
 
"Úrslit"
------------------Val 04 %----breyting þingmenn 02
A Fólkaflokkurin---6525 20,6 % -0,2 % 7---7
B Sambandsflokkurin---7499 23,7 % -2,3 7---8
C Javnaðarflokkurin---6919 21,9 % +1,0 7---7
D Sjálvstýrisflokkurin---1461 4,6 % +0,2 1---1
E Tjóðveldisflokkurin---6889 21,8 % -1,9 8---8
H Miðflokkurin----1622 5,1 % +0,9 2---1
K Hin Stuttligi Flokkurin---745 2,4 % 0
Atkvøður -----31660
Valrætt - valluttøka 34423 92,0 %
Fyrir Fólkaflokkin sitja á Lögþinginu:
1 NO Anfinn Kallsberg
2 NO Jógvan við Keldu
3 EY Jógvan á Lakjuni
4 SS Bjarni Djurholm
5 VA Jørgen Niclasen
6 SS Óli Breckmann
7 SS Poul Michelsen
Breytingin virðist ekki vera í samræmi við þær spár sem voru hvað mest áberandi fyrir kosningarnar.
En Þeim hegnist sem svíkur sína huldumær og Tjóðveldisflokkurinn átti ekkert með að elta Tórbjörn Jakobsson með þessum aðfinnslum við lönguliðnaatburði enda voru þeir ekki til annars fallnir en að rýra góðan mann sem setti nýtt met Anfinn kom betur út úr kosningunum en nokkru sinni áður.

19.1.04
 
Ólafur Thors var mikill maður hann var fremstur meðal jafningja og á sumum sviðum er hann það eflaust enn.
Nú eru liðin 112 ár frá fæðingu hans. Ég hélt upp á daginn með hefðbundnum hætti hugsaði um sjálfstæðisstefnuna og atvinnuhætti landsmanna. Sótti fróðlegan fund Rf, Tanga og Skagans. Heilsaði Halldóri Blöndal og hlýddi á hann fjalla um stjórnmálaviðhorfið. Vel á minnst ég reyndi að skemmta mér á laugardaginn, það var alveg við það að takast er mér flaug í hug nokkuð sem Halldór Blöndal hefur enn sem komið er ekki fjallað um og Ólafur Thors talaði lítið sem ekkert um, því reyndi ég sem ég mátti best að koma mér frá gatnamótunum og gékk það vel. En hinsvegar missti ég hugmyndina út úr mér þó að ég hafi ætlað mér að halda henni útaf fyrir mig uns ég væri búinn að forma hana fyllilega. Sótti sambandsstjórnarfund og hitti þar á þingmann á laugardeginum en drakk kaffi með læknanemanum. Fékk ekki endurtekningu á "áramótakveðjunni", til allrar hamingju. Svo var góður fundur í Kaupangi í kvöld.
Það er kosið 20. janúar

14.1.04
 
Nú get ég fyrirgefið tónlistarspámönnum þessa lands
Eivör Pálsdóttir hefur fengið uppreisn æru hér á Fróni. Ekki það að ég geti haldið lagi. 200.000 Naglbítar áttu nú alveg skilið að fá einhverja viðurkenningu, en hver veit nema hvort ákveðin vinnubrögð við ákveðið lag á ákveðinni plötu hafi ekki gert útslagið???
Annars var ÚA selt í dag, og enginn veit hvað verður nákvæmlega, því miður átti ég ekki nóg til að kaupa ÚA hvað þá Brim, sem sennilega hefði getað orðið skemmtileg eign. Engir níu milljarðar hér.
Ég vona að Fólkaflokkunum verði ekki hengt fyrir framfarirnar, en svo virðist sem "að þeim hegnist fyrir sem svíki sína álfamær" í það minnsta virðist sem svo að upphlaup Tjóðveldisins í desember byrjun í fyrra sé ekki að skila þeim auknum kjörþokka. Í Fólkaflokknum leynast alvöru menn sem ÞORA að tala og segja sína skoðun, nú er stefnan sett á göng frá Straumey um Sandey til Suðureyjar, sem er dágóður spotti. Núverandi sjávarútvegsráðherra þeirra er augljóslega Halldór Blöndal framtíðarinnar. Halldór ku nú vera á Raufarhöfn á fundarherferð.

8.1.04
 
Fyrir nokkru blaðraði Garðbæingur nokkur, og reyndar samflokksmaður minn sem tekur sér reyndar uppnefni sem sá gamli gékk lengi undir, í blokk sína

Þingmenn í frí
Alþingi er nú farið í frí til loka janúar. Kommon, þessi frí þingmanna eru með endemum. Gott að vinna sér inn heví lífeyri en samt að vera í endalausum fríum, góður díll það. Rökin um að nú verði svo miklir fundir í kjördæmunum er eitthvað mesta bullshit sem maður heyrir í dag. Það eru engir fundir hjá flokkunum á þessum tíma árs nema kannski einhver jólaböll og hlaðborð!


Svona blaður á e.t.v. við í Reykjavíkur kjördæmunum þremur, en ekki hér í norðaustri og e.t.v. á blaðrið við suma stjórnmálamenn en það á ekki við hinn atorkusama Halldór Blöndal né hina vinnusömu Arnbjörgu Sveinsdóttur, því að þau funda. Kanski saknar Haukur sinna þingmanna, en hann á þó auðveldara með að kíkja á sína málsvara á þingi en ábúendur á Skjöldólfsstöðum, þar sem hver sem er getur á innan við einum og hálfum tíma lagt af stað hvaðan sem er úr Reykjavíkurkjördæmunum þremur skotist í kaffi í steinhúsið við Austurvöll. En þau virðast standa sig og efna til funda, sem fólk vill sækja, til að mynda mættu tæplega 7% íbúa Breiðdalshrepps, þ.e. tæp 9% kjósenda, á fundinn á Breiðdalsvík, slíkt hlutfall íbúa myndi seint mæta á einn fund í einhverju Reykjavíkurkjördæmanna þriggja.

Halldór Blöndal situr ekki auðum höndum frekar en fyrri daginn.
ÞINGMENN TIL MÓTS VIÐ KJÓSENDUR
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, Halldór Blöndal forseti Alþingis og Arnbjörg Sveinsdóttir efna til funda dagana 6. - 13. janúar á eftirtöldum stöðum:

Djúpivogur - Hótel Framtíð þriðjudaginn 6. janúar kl. 20:00
Breiðdalsvik - Hótel Bláfelli miðvikudaginn 7. janúar kl. 20:00
Fáskrúðsfjörður - Hótel Bjargi fimmtudaginn 8. janúar kl. 20:00
Fjarðarbyggð - Hótel Capitano, Neskaupstað föstudaginn 9. janúar kl. 17:00 og Fosshótel Reyðarfirði föstudagskvöldið 9. janúar kl.20:00
Norður Hérað - Svartaskógi laugardaginn 10. janúar kl. 13:30
Borgarfjörður eystri - Félagsheimilinu Fjarðarborg laugardaginn 10. janúar kl 17:00
Austur Hérað - Hótel Héraði sunnudaginn 11. janúar kl. 15:30, sérstakur gestur fundarins verður Tómas Ingi Olrich fyrrverandi menntamálaráðherra
Seyðisfjörður - Íþróttamiðstöðinni sunnudagskvöldið 11. janúar kl. 20:00
Vopnafjörður - Hótel Tanga mánudagskvöldið 12. janúar kl. 20:00
Bakkafjörður - Kaffistofu Gunnólfs þriðjudaginn 13. janúar kl. 12:00

og ætli þau séu ekki bara rétt að byrja...

Ef Haukur blaðraði þá held ég að Tanni bulli

Annars fannst mér örla á bókstafstrú í Kastljósinu í kvöld en nennti þó ekki að fletta neinu upp í Carmínunni

1.1.04
 
Ég verð seint talinn “mesti aðdáandiBjörns Bjarnarsonar, aðdáun mín ef aðdáun skildi kalla á Halldóri Blöndal, tekur frá mér tíma sem aðrir nota við yfirlegu á orðum Björns. En ég lít þó af og til á heimasíðu ráðherrans fyrir tilstilli mola þjónustu, þegar ég sé að hann hafi skrifað eitthvað áhugavert. Þótti mér val hans á fyrirsögn um flutning Umferðastofu full mikil “stríðni” að hálfu jafn ábyrgðarfulls manns. Sannast sagna þá var ég að vona að um raunveruleg aðsetursskipti opinberrar stofnunar, væri að ræða. En nú vann hann sig í áliti hjá mér með þessum líka smelli sem ég átti hreint út sagt ekki von á.
Það eru fleiri en hann sem taka að sér að draga saman skoðanir sínar á liðnu ári sem og vangaveltur um hið ókomna. Þeir eru nokkrir, og finnst mér eftir taldir aðilar standa upp úr. ÁRAMÓTAÚTGÁFA Vefþjóðviljans, Völuspá Baggalúts, en ég veit ekki hvort áhyggjurnar þurfi í raun að færa út kvíarnar á landsvísu, þ.e. áhyggjur Sjálfstæðismanna af framsókn, eins og þær voru nú miklar hér í kjördæminu fyrir kosningar. Og loks Völvuspá Völu Kazcinski sem birtist á deiglunni. Vala fjallaði meðal annars um ansi heitt mál, ef Baggalútur og fjöldi frétta af "stríðinu við Færeyjar" þar er borinn saman við þessi orð Völu Ísland mun ekki gera árás á Færeyjar á þessu ári. Íslensk stjórnvöld munu hugsanlega samt sem áður ekki taka illa í að tiltekin ríki hlutist til í málefnum annarra ríkja með vopnuðum árásum og hernámi. Það er gott til þess að vita að vinarþelið og sá hlýhugur sem Íslensk stjórnvöld rétt eins og Íslendingar almennt bera til Færeyinga eigi ekki eftir að kólna á nýju ári. Það verður landsfundur á laugardaginn, ég kemst ekki.
Annars getur maður sagt að árið hafi verið kvatt með nokkrum trega úr því að Tómas Ingi er hættur, en það er þó bót í máli að hann stefni á stað þar sem hann getur dafnað og þjónað landi og þjóð af þeirri eljusemi sem hans háttarlag býður. Myndskeiðið í fréttaannál Stöðvar tvö þar sem skipt var á Tómasi og Birni var nokkuð skondið. Þá þótti mér dæmigert að sjá á RÚV Margéti hallmæla vinnubrögðum á flokksþingi samfylkingarinnar og Össur lýsa yfir að allt væri eins og best væri á kosið. Samfylkingin var, er og verður reykvísk stjórnmála hreyfing.
Ég heilsaði nýju ári með Eliel, enda hefur hann dvalið hér hjá okkur síðan á öðrum í jólum. Eliel brenndi fyrir okkur heimilisfólkið árgjaldið fyrir þjónustu Landsbjargar og hafði gaman að. Við Eliel fórum reyndar í sjávarrétta-nýárs-veisluna til Óttars og Dagmar, vel byrgir með fisksalat, harðfisk, súraldin-sítrónu, hveitikökur, rækjur, salsa og ost og smökkuðum heima marineraða síld, Kínverska tilapiu pakkaða á Formósu, saltbakaðan silung og graflax að ónefndu meðlæti. Það var gott eftir hreindýrs og nauta steikur og berjalegið lambalæri. Hangikjötið er enn í ísskápnum og hengur þar ekki mikiðlengur. Maður segir sennilega ekki annað en þreytt og feitt, maður getur þreyst á því að fitna svona rosalega. Ég hef sjálfsagt aldrei verið eins nálagt stóru hundraði í kílóum talið áður. Það er óskandi að árið verði gleðilegt gæfuríkt og gott í allastaði.

 

 
   
  -->This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Heim  |  Gamalt